wÍsland (Sævar Jónasson)
Ísland leikur við Þýskaland í opnunarleik á HM kvenna í Stuttgart klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik beggja liða í C-riðli mótsins. Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV. Eins og Handkastið greindi frá í morgun verða þær Andrea Jacobsen og Elísa Elíasdóttir ekki með íslenska landsliðinu í leiknum í dag vegna meiðsla. Ljóst er að sex leikmenn leika sinn fyrsta landsleik á stórmóti í dag því þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir, Lovísa Thompson, Matthildur Lilja JónssdóttirRakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir eru allar í hópnum í dag á sínu fyrsta stórmóti. Hópurinn fyrir leikinn í kvöld er klár og er hann eftirfarandi: Markverðir: Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0) Útileikmenn: Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2) Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8) Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27) Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89) Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94) Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20) Lovísa Thompson, Valur (31/66) Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0) Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2) Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161) Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.