HM í dag – 25, 21, 18 og 15 marka sigrar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Brasilía - Kúba (THOMAS KIENZLE / AFP)

Átta leikir fóru fram á öðru degi heimsmeistaramóts kvenna sem haldið er í Þýskalandi og Hollandi um þessar mundir. Mótið hófst í gær með fjórum leikjum og hélt 1.umferð keppninnar því áfram í kvöld.

Átta marka sigur Svíþjóðar gegn Tékklandi 31-23 var sá leikur sem var “mest” spennandi eða í það minnsta sá leikur sem endaði með minnsta mun í kvöld. Yfirburðir sigurvegara dagsins voru því miklir.

Til að mynda vann Sviss 25 marka sigur á íran 34-9 þar sem liðið var 19-7 yfir í hálfleik. Þá vann Brasilía 21 marks sigur á Kúbu 41-20. Eftir að hafa verið einungis fimm mörkum yfir í hálfleik 18-13 þá setti Brasilía í fimmta gír í seinni hálfleik sem þær unnu 23-7.

Noregur vann 34-19 sigur á Suður-Kóreu og í sama riðli vann Angóla 18 marka sigur á Kasakstan, 38-20.

Íslenska landsliðið mætir því serbneska annað kvöld klukkan 19:30 í 2.umferð keppninnar en átta leikir verða á dagskrá á morgun.

Úrslit dagsins:
Angóla - Kasakstan 38-20

Brasilía - Kúba 41-20
Sviss - Íran 34-9
Rúmenía - Króatía 33-24
Danmörk - Japan 36-19
Noregur - Suður-Kórea 34-19
Svíþjóð - Tékkland 31-23

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top