Svona lítur milliriðill stelpnanna út
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Pétursson (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Svartfjallaland, Færeyjar og Spánn verða mótherjar Íslands í milliriðli heimsmeistaramóts kvenna.  Milliriðillinn fer fram í Dortmund og hefst á þriðjudaginn en síðan er leikið á fimmtudag og síðasti leikurinn í milliriðlinum verður leikinn á laugardag.

Ísland fer í milliriðilinn án stiga eftir grátlegt tap með einu marki gegn Serbíu og tap gegn Þýskalandi í sínum riðli. Úrúgvæ leikur um Forsetabikarinn.

Færeyjar fara með tvö stig í milliriðilinn eftir sigur á Spáni í 2.umferð í sínum riðli en liðið tapaði gegn Svartfjallalandi í 1.umferðinni sem fer einnig afram með tvö stig í milliriðilinn eftir tap á Spáni fyrr í dag sem fer þá einnig með tvö stig.

Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum verður gegn Svartfjallalandi á þriðjudaginn, næst leikur liðið gegn Spáni og loks verður leikið gegn Færeyjum.

Þýskaland er því eina þjóðin sem byrjar milliriðilinn með fjögur stig, Serbía, Spánn og Færeyjar byrja með tvö stig og Ísland mætir til leiks án stiga.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top