Andrea Jacobsen ((KERSTIN JOENSSON / AFP)
Þau gleðitíðindi bárust úr herbúðum íslenska landsliðsins í handbolta um helgina að Andrea Jacobsen væri klár í slaginn á heimsmeistaramótinu eftir að hafa glímt við meiðsli í aðdraganda mótsins. Handkastið ræddi það í síðasta þætti sínum hvort hún myndi koma strax inn í hópinn á þriðjudaginn fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi eða hvort Arnar Pétursson og teymið hans myndi bíða með hana til fimmtudags þegar Ísland mætir Spánverjum. Arnar Daði þáttarstjórnandi Handkastsins velti þeirri spurningu upp við Sigurjón Friðbjörn gest þáttarins hver það yrði sem myndi detta út fyrir Andreu. ,,Það er ótrúlega skrítið að þú missir Andreu og Matthildur kemur inn í staðinn fyrir hana og hún er í byrjunarliðinu þannig Alfa Brá er greinilega ekki hugsuð inn í þettar varnarhlutverk þó hún hafi staðið sig mjög vel gegn Úrugvæ." Sigurjón hélt áfram og taldi það verða hlutskipti Ölfu að detta úr liðinu á kostnað Andreu. ,,Hann fer ekki að taka Matthildi út úr þessu héðan í frá." Arnar Daði velti þeim möguleika þá fyrir sér hvort hann myndi einfaldlega fækka í hægra horninu og taka Katrínu Önnu út. ,,Þórey er búin að vera sjóðandi heit, Díana getur leyst hornið. Katrín Anna var því miður lagt frá þessu gegn ekki betra liði en Úrúgvæ."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.