Frábær endurkomusigur hjá Fjölni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Guðmundur Rúnar - Fjölnir (Emma Elísa Jónsdóttir)

Í kvöld mættust Haukar 2 og Fjölnir í Kuehne+Nagel höllinni í Grill 66 deild karla.

Fyrirfram var búist við hörkuleik þar sem Haukar 2 hafa verið flottir í vetur og náð í fullt af stigum og Fjölnis menn verið brokkgengir í sinni stigasöfnun og 2 lykilmenn ekki með þeim í kvöld vegna meiðsla þeir Þorleifur Rafn Aðalsteinsson og Elvar Þór Ólafsson.

Hauka menn byrjuðu betur og komust m.a í 6-4 eftir 10 mínútna leik. Eftir korters leik voru þeir komnir svo í 11-6. Áfram héldu þeir uppteknum hætti og náðu að halda í forskotið. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 15-12 fyrir Haukum.

Í seinni hálfleik byrjuðu Haukar betur og komust í 19-13. Svo komust þeir í 21-16. En þá tóku Fjölnis menn heldur betur við sér og áttu hreint út sagt frábæran kafla og náðu að komast yfir í 25-26. Fór það að lokum að þeir sigruðu 27-29. Frábær endurkomusigur hjá þeim.

Hjá Haukum 2 var Jón Karl Einarsson markahæstur með 8 mörk. Ari Dignus Maríuson varði 8 skot.

Hjá Fjölni var Aðalsteinn Aðalsteinsson markahæstur með 6 mörk. Bergur Bjartmarsson varði 11 skot.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 38
Scroll to Top