Elín Klara Þorkelsdóttir (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Stelpurnar okkar verða í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í kvöld þegar liðið mætir Spánverjum í Dortmund í Þýskalandi í öðrum leik liðsins af þremur í milliriðli keppninnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni á RÚV eins og allir leikir Íslands í keppninni. Handkastið hefur tekið saman lista sem sýnir hjá hvaða félagi stelpurnar okkar eru uppaldnar. Dana Björg Guðmundsdóttir er að sjálfsögðu uppalin í Noregi en allar aðrar koma upp úr yngri flokka starfi félaganna í landinu. Það sem vekur hvað mest athygli er að Valur sem er eitt af þeim félögum sem hefur verið leiðandi í íslenskum kvenna handbolta undanfarin ár á ekki einn uppalin leikmann í íslenska kvenna landsliðinu, sömu sögu er að segja af Stjörnunni. Af fleiri félögum í Olís-deild kvenna sem á ekki uppalin leikmann í landsliðinu er Selfoss og KA/Þór. ÍBV á flestar uppöldnu leikmenn landsliðsins, fjóra talsins og næst kemur Fylkir en Fylkir er ekki með starfandi meistaraflokk í dag. Hér að neðan má sjá listann yfir það úr hvaða félögum stelpurnar okkar koma: Hafdís Renötudóttir - Fram
Sara Sif Helgadóttir - Fjölnir
Andrea Jacobsen - Fjölnir
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín - HK
Alexandra Líf Arnarsdóttir - Haukar
Elín Klara Þorkelsdóttir - Haukar
Dana Björg Guðmundsdóttir - Noregur
Katrín Anna Ásmundsdóttir Grótta
Lovísa Thompson - Grótta
Katrín Tinna Jensdóttir - Fylkir
Elín Rósa Magnúsdóttir - Fylkir
Thea Imani Sturludóttir - Fylkir
Matthildur Lilja Jónsdóttir - ÍR
Rakel Oddný Guðmundsdóttir - ÍBV
Díana Dögg Magnúsdóttir - ÍBV
Elísa Elíasdóttir - ÍBV
Sandra Erlingsdóttir ÍBV
Þórey Anna Ásgeirsdóttir - FH

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.