wFramFram (Kristinn Steinn Traustason)
Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram var að vonum ánægður með þriggja marka sigur liðsins gegn ÍR á útivelli í kvöld, 27-30 í fyrsta leik eftir HM pásuna. Alfa Brá og Ásdís Guðmundsdóttir fóru á kostum í sóknarleik Fram og skoruðu átján mörk samtals. Haraldur brá á það ráð að taka Söru Dögg Hjaltadóttur leikmann ÍR úr umferð meira og minna allan leikinn og það tókst vel. Hann viðurkennir að þetta sé sennilega ekki það skemmtilegasta í heimi fyrir hana en þetta hafi verið leið Fram til að vinna leikinn. Viðtal við Harald Þorvarðarson þjálfara Fram má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.