Markaregn í Krikanum – 16 mörk Hákons Garra dugðu ekki til í eins marks sigri ÍH
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Anton Breki Hjaltason ((Sigurður Ástgeirsson)

Í dag mættust ÍH og Selfoss 2 í Krikanum í Grill 66 deild karla.

ÍH-ingar voru betri í byrjun og eftir korter var staðan 14-11. Seinna korterið voru Selfyssingar betri og var gríðarlega mikið skorað og lítið um varnarleik í dag. Hálfleikstölur voru 21-21 þegar gengið var til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik hélt þetta mikla markaskor áfram. Mjög mikið jafnræði var með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar korter var eftir var staðan 33-33 til að mynda. Fór það svo að lokatölur urðu 41-40 fyrir ÍH-ingum í gríðarlegri markasúpu í Krikanum í dag.

Hjá ÍH voru Bjarki Jóhannsson og Benedikt Elvar Skarphéðinsson markahæstir með 8 mörk. Markvarslan skilaði þeim 9 boltum.

Hjá Selfoss 2 var Hákon Garri Gestsson með stjörnuleik og setti hann 16 mörk. Markvarslan skilaði þeim 6 boltum vörðum.

Sjáðu stöðuna í deildinni

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top