Lið 16.umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viltu hafa áhrif? ((Eyjólfur Garðarsson)

16.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk á dögunum og eins og alltaf gefur Daikin handball út lið umferðarinnar sem er eftirfarandi.

Simon Gade(Hannover)

Simon Gade markvörður Hannover átti fínan leik er lið hans sigraði Wetzlar. Simon varði 12 skot sem samsvaraði 30% markvörslu.

Florian Kranzmann(Minden)

Vinstra hornarmaðurinn og leikmaður Minden Florian Kranzmann átti góðan leik þegar lið hans sigraði Erlanga. Florian skoraði 8 mörk úr 8 skotum.

Uladzislau Kulesh(Melsungen)

Uladzislau Kulesh leikmaður Melsungen átti góðan leik er lið hans tapaði gegn Magdeburg. Uladzislau Kulesh skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í leiknum.

Tim Suton(Lemgo)

Tim Suton miðjumaður Lemgo átti góðan leik þegar lið hans vann Ými Örn og félaga í Göppingen. Tim skoraði 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar.

Franz Semper(Leipzig)

Franz Semper hægri skytta Leipzig átti góðan leik þegar lið hans sótti fyrsta sigur sinn á tímabilinu er þeir lögðu Hamburg af velli. Semper skoraði 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar í leiknum.

Frederik Bo Andersen(Hamburg)

Frederik Bo Andersen hægra hornarmaður Hamburg átti góðan leik er lið hans tapaði gegn Leipzig. Frederik skoraði 7 mörk í leiknum.

Maciej Gebala(Erlangan)

Maciej Gebala línumaður Erlangan átti góðan leik er lið hans tapaði gegn Minden. Gebala skoraði 8 mörk úr 8 skotum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top