Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)
Fram gerði góða ferð í Skógarselið í dag og vann ÍR öðru sinni á tímabilinu er Olís-deild kvenna fór aftur af stað eftir HM pásu. Fram vann leikinn með þremur mörkum 30-27 eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 13-13. í Eftir jafnan og spennandi leik í fyrri hálfleik reyndust Fram stelpur sterkari aðilinn í seinni hálfleik og unnu þriggja marka sigur. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Ásdís Guðmundsdóttir voru markahæstar með níu mörk í liði Fram og Valgerður Arnalds skoraði sex mörk. Hjá ÍR var Vaka Líf Kristinsdóttir markahæst með sjö mörk og Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði sex mörk en hún var tekin úr umferð mest megnis af leiknum eftir frábæra byrjun á leiknum. Fram situr í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig eftir sigurinn en ÍR er í öðru sæti með 14 stig en ÍBV getur farið uppfyrir þær í lokaleik umferðarinnar gegn Selfossi á morgun.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.