Lovísa Thompson (Baldur Þorgilsson)
Einum leik var að ljúka í Olís deild kvenna sem er farin aftur að stað eftir landsleikjahlé. Valur og Stjarnan mættust á Hlíðarenda í leik sem vr að ljúka og endaði leikurinn með 10 marka sigri Vals og Stjarnan á enþá eftir að vinna handboltaleik á tímabilinu. Valur var með þennan leik frá upphafi og var liðið með fimm marka forskot þegar liðin fóru ti búningsherbegja og tvöfaldaði liðiðsíðan þann mun í síðari hálfleik og vann á endanum 32-22. Hjá Val var Ásthildur Jóna Þórhaldsdóttir með 11 mörk. Lovísa Thomsen fylgdi henni á eftir 6 mörk. Hjá Stjörnunni var Natasja Hammer atkvæðamest en hún skoraði sjö mörk. Eva Björk Davíðsdóttir kom á eftir henni með fimm mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.