Thelma Dögg Einarsdóttir - wFH (Brynja T.)
Í dag mættust FH og Fram 2 í Grill 66 deild kvenna í Krikanum.
Leikurinn reyndist vera mjög mjög kaflaskiptur. FH stelpur byrjuðu ögn betur og eftir rúman 10 mínútna leik var staðan 7-4. Þær höfðu síðan yfirhöndina alveg fram á 25 mínútu þegar Fram 2 stelpur jöfnuðu metin í 11-11. Þær skoruðu síðan síðustu 3 mörkin á síðustu 5 mínútunum. Hálfleikstölur voru 14-14.
Fram stelpur mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og eftir korter í seinni hálfleik var staðan orðin 17-22 fyrir Fram 2. FH stelpur reyndu hvað þær gátu til að jafna metin en komust ekki nær því en að minnka muninn í 2 mörk. Fór það svo að Fram 2 unnu að lokum 24-26. Óvæntur sigur Fram 2 í Krikanum.
Hjá Fram 2 var Sara Rún Gísladóttir markahæst með 10 mörk. Arna Sif Jónsdóttir varði 10 skot.
Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir markahæst með 7 mörk. Szonja Szöke varði 16 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.