Britney Cots - Birna Berg Haraldsdóttir wÍBV (Sævar Jónasson)
Lokaleikur í 10.umferð Olís deildar kvenna fór fram á Selfossi í dag þegar heimakonur tóku á móti ÍBV. Gestirnir úr Eyjum voru í toppsætinu fyrir umferðina en þurftu á sigri að halda til að halda í við Valskonur sem unnu í gær. ÍBV byrjaði leikinn betur og voru komnar með 4 marka forskot eftir um 10 mínútna leik og var Amalia Froland sterk í marki Eyjakvenna. Staðan í hálfleik var 13-20 ÍBV í vil og verkefnið stórt fyrir Selfyssinga í síðari hálfleik ef þær ætluðu að freista þess að fá eitthvað út úr leiknum. Það sást strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks að Selfoss myndi ekki ná áhlaupi á Eyjakonur sem héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik og bættu í forskotið. Lokatölur í leiknum voru 29-40 fyrir ÍBV og 11 marka sigur staðreynd. Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst hjá heimakonum með 7 mörk en hjá ÍBV var Alexandra Ósk Viktorsdóttir markahæst með 9 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.