Logi Gautason (Egill Bjarni Friðjónsson)
KA fengu HK í heimsókn norður í 15.umferð Olís deilar karla í kvöld. Það er óhætt að segja að um kaflaskiptan leik hafi verið að ræða. KA byrjaði leikinn miklu betur en gestirnir úr Kópavogi og var engu líkara en þeir væru ennþá að jafna sig eftir ferðalagið norður. Þegar liðin gengur til búningsherbergja í hálfleik voru KA 9 mörkum yfir, 18-9, og leikurinn virtist svo gott sem búinn. Eitthvað hefur Halldór Jóhann lesið yfir sínum mönnum í leikhléi því það var allt annað HK lið sem kom til leik í síðari hálfleik. HK breytti stöðunni úr 23-12 í 23-19 og allt í einu var farið að fara um áhorfendur fyrir norðan. Þeir voru ekki hættir þar og þegar um 7 mínútur voru eftir af leiknum voru þeir búnir að minnka muninn í 27-25 og allt moment virtist vera með HK-ingum. KA náði þó að halda þetta út og vann að lokum þriggja marka sigur 30-27 og finnst mönnum þetta kannski helst til of tæpt miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn þróaðist. Markahæstir í liði heimamanna voru Magnús Dagur Jónatansson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson með 7 mörk hvor en hjá HK voru Haukur Ingi Hauksson og Andri Þór Helgason markahæstir með 6 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.