Hildigunnur Einarsdóttir ((Baldur Þorgilsson)
Kvennalið Vals í Þjóðaríþróttinni var heiðrað sem besta íþróttalið höfuðborgarinnar. Verðlaunaafhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, að viðstöddu fjölmenni. Valskonur áttu glæsilegt keppnistímabil 2024-2025. Þær urðu bæði Íslands- og deildarmeistarar á sannfærandi hátt í vor og gerðu sér síðan lítið fyrir og urðu Evrópubikarmeistarar með því að sigra Porrino frá Spáni í tveimur úrslitaleikjum. Valur er fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil í handknattleik en karlalið Vals vann sömu keppni tímabilið áður. Hildur Björnsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir leikmenn Vals á síðustu leiktíð tóku við viðurkenningunni fyrir hönd liðsins. Við sama tilefni var lyftingakonan og Evrópumeistarinn Eygló Fanndal Sturludóttir útnefnd „íþróttastjarna Reykjavíkur“ árið 2025.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.