Kvennalið Vals besta íþróttalið Reykjavíkur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hildigunnur Einarsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Kvennalið Vals í Þjóðaríþróttinni var heiðrað sem besta íþróttalið höfuðborgarinnar. Verðlaunaafhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, að viðstöddu fjölmenni.

Valskonur áttu glæsilegt keppnistímabil 2024-2025. Þær urðu bæði Íslands- og deildarmeistarar á sannfærandi hátt í vor og gerðu sér síðan lítið fyrir og urðu Evrópubikarmeistarar með því að sigra Porrino frá Spáni í tveimur úrslitaleikjum. Valur er fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil í handknattleik en karlalið Vals vann sömu keppni tímabilið áður.

Hildur Björnsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir leikmenn Vals á síðustu leiktíð tóku við viðurkenningunni fyrir hönd liðsins.

Við sama tilefni var lyftingakonan og Evrópumeistarinn Eygló Fanndal Sturludóttir útnefnd „íþróttastjarna Reykjavíkur“ árið 2025.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top