Rifbeinsbrotin eftir hóstakast
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Auður Ester Gestsdóttir (Baldur Þorgilsson)

Örvhentu leikmenn Vals, þær Auður Ester Gestsdóttir og Thea Imani Sturludóttir voru ekki í leikmannahópi Vals í sigri liðsins á heimavelli um helgina er Valur vann tíu marka sigur 32-22 gegn botnliði Stjörnunnar.

Thea Imani Sturludóttir var að taka út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald á dramatískan hátt undir lok leiks Vals og ÍR fyrir HM pásuna sem ÍR vann með einu marki. Auður Ester Gestsdóttir var hinsvegar fjarverandi í liði Vals vegna meiðsla.

Auður Ester staðfesti í samtali við Handkastið að hún væri rifbeinsbrotin og hún verður því ekki með Valsliðinu fyrir norðan í kvöld er liðið leikur sinn lokaleik fyrir áramót gegn KA/Þór í 11.umferð Olís-deildar kvenna. Hún vonaðist til að vera klár strax etir áramót. 

,,Ég fékk inflúensu á dögunum og var lengi frá vegna veikinda. Í veikindunum braut ég rifbein í miðju hóstakasti en ég hef áður brotið rifbein og virðist því þurfa minna til en aðrir til að brjóta rifbein,” sagði Auður Ester í samtali við Handkastið. 

Auður Ester kom aftur inn í lið Vals fyrir tímabilið en hún gekk með sitt fyrsta barn og var ekkert með Valsliðinu á síðustu leiktíð. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top