Dika Mem er með tilboð á borðinu frá þýsku meisturunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dika Mem - Barcelona (ANDREZEJ IWANCZUK / AFP)

Franski landsliðsmaðurinn og leikmaður Barcelona Dika Mem hefur verið orðaður frá spænska félaginu frá og með sumrinu 2027 er samningur hans við Barcelona lýkur.

Dika Mem hefur leikið með Barcelona frá árinu 2016 og er því að ljúka sínu tíunda tímabili hjá félaginu. Hann hefur sterklega verið orðaður frá Barcelona frá og með sumrinu 2027 og hefur hann verið orðaður bæði við Fuchse Berlín og Paris Saint Germain.

Bob Hanning framkvæmdastjóri Fuchse Berlín og þjálfari ítalska landsliðsins sem verður fyrsti mótherji íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í janúar tjáði sig um samningaviðræður félagsins við Dika Mem um áramótin.

,,Dika Mem hefur fengið tilboð frá okkur tilbúið til undirritunar. Hann þarf nú að velja á milli Parísar og okkar. Tilfinningin mín segir mér að hann sé að koma til okkar," sagði Bob Hanning framkvæmdastjóri Fuchse Berlín.

Verði Bob Hanning að ósk sinni má búast við því að útilína Fuchse Berlín verði ein sú sterkasta í sögunni með þá Simon Pytlick, Mathias Gidsel og Dika Mem.

Dika Mem verður að sjálfsögðu í eldlínunni með Frökkum á Evrópumótinu í janúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top