Jákvæðar fréttir af þremur leikmönnum franska landsliðsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Yanis Lenne ((Photo by Jonathan NACKSTRAND / AFP)

Þrír leikmenn franska landsliðsins sem hafa verið á meiðslalistanum síðustu vikur eru allir á batavegi og gerir Guillaume Gille þjálfari franska landsliðsins ráð fyrir að þeir verði allir klárir þegar Evrópumótið hefst 15.janúar.

Um er að ræða hornammennina Yanis Lenne og Benoit Kounkoud og markvörðinn, Rémí Desbonnet. Gille hefur tekið þá ákvörðun að hann þurfi ekki lengur á að halda Benjamin Richert í æfingahópi Frakka og hefur hann yfirgefið æfingabúðir landsliðsins.

Um er að ræða virkilega jákvæðar fréttir fyrir franska landsliðið einungis tveimur vikum fyrir stórmót en spurningarmerki var með þátttöku þessara þriggja leikmanna.

Franska sambandið segir í tilkynningu sinni að leikmennirnir þrír munu fylgja einstaklingsbundnu prógrammi sem er unnið í nánu samstarfi við félög þeirra og það verði síðan metið þegar nær dregur móti leikformið á þeim.

,,Vegna jákvæðra framfara hjá Yanis og Benoît hef ég ákveðið að láta Benjamin Richert fara aftur til félags síns,” sagði Guille meðal annars.

Ísland gæti mætt Frökkum í fjögurrra liða æfingamóti sem fram fer í París næstu helgi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 4
Scroll to Top