Zsolt Krakovszki verður ekki með Ungverjum í janúar ((Photo by PETER KNEFFEL / dpa Picture-Alliance via AFP)
Hægri skytta ungverska landsliðsins og Györi ETO-UNI FKC, Zsolt Krakovszki, hefur þurft að draga sig út úr ungverska hópnum fyrir komandi Evrópumót. Zsolt þurfti að gangast undir aðgerð á liðböndum eftir að hann meiddist alvarlega á æfingu ungverska landsliðsins í aðdraganda mótsins og er reiknað með að hann verði frá í nokkra mánuði. Ungverjar hafa kallað Benjámin Szilágyi í hópinn í stað Zsolts en hann leikur með Pick Szeged í heimalandinu og er samherji Janusar Daða Smárasonar. Ísland mætir Ungverjum í lokaleik riðlakeppninar, þriðjudaginn 20.janúar í Kristianstad.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.