Slæmar fréttir fyrir Dag Sigurðsson
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Marin Sipic verður ekki með Króötum í janúar ((Photo by Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Króatíska landsliðið urðu fyrir blóðtöku í dag þegar það var ljóst að línumaður þeirra, Marin Sipic, verður ekki klár fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar.

Sipic hafði verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og batt Dagur Sigurðsson, þjálfari Króata, vonir við að hann yrði klár fyrir mótið en nú er það ljóst að svo verður ekki.

Sipic skoraði 29 mörk fyrir Króata á síðasta Heimsmeistaramóti þar sem Dagur fór alla leið í úrslitaleik gegn Dönum með liðið en tapaði þar.

Ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddur hvort Dagur muni kalla á nýjan línumann inn í hópinn en Króatar eru líklegir andstæðingar Íslands í milliriðli keppninar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 36
Scroll to Top