Hafdís Renötudóttir ((Baldur Þorgilsson)
Kvennalið Vals árið 2025 var til umræðu í Áramótauppgjöri Handkastsins í byrjun vikunnar og afrek þeirra að lyfta evróputitli í vor. Styrmir Sigurðssonar hlaðvarpsstjórandi Handkastsins átti erfitt með að átta sig á því hvernig Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari liðsins í vor væri ekki líklegastur til að vera þjálfari ársins hjá Coolbet. ,,Er þetta í alvörunni stærra afrek hjá Degi Sigurðssyni að ná 2.sætinu á Heimsmeistaramótinu með Króata heldur en hjá Gústa Jó?" Kristinn Björgúlfsson var snöggur að svara neitandi. ,,Það að Valur verði Evrópumeistari er stórkostlegur árangur. Það er alveg hægt að segja að þeir hafi verið í þessari Evrópukeppni en ekki þessari en það skiptir engu máli. Þær mættu mjög sterku spænsku liði á leið sinni í úrslitaleikinn og það er ekkert grín að vinna svona keppni." Ásgeir Gunnarsson benti einnig á það að það eru fullt af liðum sem taka þátt í Evrópukeppnum bæði karla- og kvennamegin. ,,Ef þetta er svona auðvelt afhverju förum við þá ekki lengra á hverju ári í þessum keppnum?"

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.