Magnus Søndenå (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Hægri hornamaðurinn í liði Kolstad, Magnus Søndenå var á dögunum orðaður frá félaginu en það er Hen Livgot sem greinir frá því á samfélagsmiðlinum X. Þar segir Hen Livgot að Norðmaðurinn sé langt kominn í viðræðum sínum við franska félagið, PAUC AIX í frönsku úrvalsdeildinni. Søndenå er á sínu öðru ári hjá Kolstad eftir að hafa gengið í raðir félagsins eftir eitt tímabil hjá Elverum. Þar áður lék hann með Arendal og Haslum. Þá lék hann þrjú tímabil með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni. Søndenå sem er 34 ára er því ef allt gengur eftir að fara leika í fyrsta skipti utan norðurlandanna með PAUC AIX í Frakklandi. Hann verður því enn einn leikmaðurinn sem yfirgefur Kolstad en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og hafa leikmenn á borð við Andreas Palicka og Benedikt Gunnar Óskarsson verið orðaðir frá félaginu en ljóst er að Simen Lyse yfirgefur félagið í sumar og gengur í raðir Paris Saint Germain í Frakklandi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.