Mathias Gidsel - Fuchse Berlín (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Danska karlaliðið í handbolta var fyrirferðamikið í gærkvöldi þegar Danir veittu íþróttfólki sínu verðlaun fyrir árangur árið 2025. Mathias Gidsel var fyrsti handboltamaðurinn í sögu Danmerkur sem vann titilinn "Sports Name of the Year" í Danmörku fyrir magnað tímabil bæði með landsliði og félagsliðið árið 2025. Danska karlalandsliðið í handbolta hafði unnið þennan titil tvívegis og danska kvennalandsliðið í handbolta þrívegis en Gidsel var fyrsti einstaklingurinn til að vinna þessi verðlaun. Danska karlalandsliðið í handbolta vann tvö verðlaun í gær einnig en þeir voru lið ársins 2025 og einnig BT Gull 2025 sem eru verðlaun sem eru kosin af íþróttafólki. Það er því óhætt að segja að Danir mæti hlaðnir verðlaunum til leiks fyrir Evrópumótið en það er talið formsatriðið fyrir liðið að vinna gull þar samkvæmt veðbönkum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.