Íslendingarnir hafa gefið flestar stoðsendingar í Þýskalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Það vekur athygli að íslensku landsliðsmennirnir, Haukur Þrastarson leikmaður Rhein-Neckar Lowen og Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg hafa gefið flestar stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni þegar deildin er komin í EM pásu.

Haukur sem er á sínu fyrsta ári í þýsku úrvalsdeildinni hefur gefið 101 stoðsendingu ofan á þau 100 mörk sem hann hefur skorað í deildinni.

Gísli Þorgeir Kristjánsson kemur næstur með 88 stoðsendingar en Daninn, Mathias Gidsel er þriðji stoðsendingarhæsti leikmaurinn með 86 stoðsendingar en hann er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 185 mörk.

Viggó Kristjánsson hefur gefið 55 stoðsendingar og Ómar Ingi Magnússon 54. Blær Hinriksson kemur næstur Íslendinga með 29 stoðsendingar.

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni fer aftur af stað 10. febrúar eftir Evrópumótið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 39
Scroll to Top