Sögulegur fyrri hluti að baki hjá Skjern
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Noah Gaudin á síðasta tímabili með Skjern ((BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Danska úrvalsdeildarfélagið Skjern setti nýtt áhorfenda met á fyrri hluta yfirstandandi tímabils í Danmörku og aldrei hafa jafn margir áhorfendur mætt á leiki Skjern í sögu félagsins.

Fyrri hluti tímabilsins hefur verið sögulegur þar sem meðaltal áhorfanda í Skjern Bank Arena heimavelli Skjern var 2,992 á leik. Samtals hafa 26.925 áhorfendur mætt á leiki liðsins og hafa margir hverjir leikir verið uppseldir.

Rasmus Boysen sölustjóri Skjern er ánægður með þennan mikla stuðning.

„Þetta eru tölur sem við erum mjög stolt af. Við finnum fyrir miklum áhuga á félaginu og að nærri 3.000 áhorfendur að meðaltali hefur mikla þýðingu fyrir bæði andrúmsloftið í höllinni og fyrir heildarupplifunina á leikdeginum."

Að sögn Boysen er þessi þróun árangur markvissrar vinnu við að fá bæði aðdáendur og samstarfsaðila til að taka þátt í leikdeginum.

„Við höfum unnið stöðugt að því að skapa góða umgjörð í kringum leikina og gera það aðlaðandi fyrir fólk að vera hluti af samfélaginu í Skjern Bank Arena. Þetta á bæði við um þá sem koma reglulega og þá sem fá tækifæri þegar sæti losna.“ segir hann inn á vefsíðu félagsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 33
Scroll to Top