Ungverji í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af leiknum gegn Íslandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bence Imre Domagoj Duvnjak ((CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Enn ríkir óvissa um þátttöku hægri hornamannsins, Bence Imre leikmanns Kiel og ungverska landsliðsins á EM 2026. Ungverjaland er í riðli með Íslandi á Evrópumótinu sem hefst 15.janúar. 

Ísland og Ungverjaland mætast í lokaleik riðilsins, þriðjudaginn 20. janúar. Auk Íslands og Ungverjalands er Pólland og Ítalía í sama riðli.

Bence Imre var ekki í leikmannahópi Kiel í fimm síðustu leikjum liðsins fyrir EM pásuna vegna meiðsla. Upphaflega var talið að hann yrði frá í 4-6 vikur en hann meiddist í leik Kiel gegn Stuttgart 10. desember.

Samkvæmt erlendum miðlum eru læknar sem sjá um Bence Imre bjartsýnir á að Imre geti leikið á EM.

„Mér líður reyndar vel, en þetta er tegund meiðsla sem getur verið blekkjandi. Maður getur haldið að maður sé tilbúinn, og svo getur eitt skot eða röng hreyfing þýtt að maður þurfi að taka sér pásu í nokkrar vikur aftur. Það væri ekki gott, því ég vil spila í Evrópumótinu en á sama tíma vil ég ekki eyða síðustu sex mánuðunum mínum í Kiel í stúkunni,“ segir Bence Imre sem gengur í raðir Veszprém næsta sumar.

Ekki er gert ráð fyrir að nein ákvörðun verði tekin varðandi þáttöku Imre fyrr en nær dregur móti þegar ljóst verður hvort hann sé leikfær eður ei.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 45
Scroll to Top