Felix Claar (Sameer AL-DOUMY / AFP)
Svíþjóð sem eru ein af þremur þjóðum sem halda Evrópumótið sem framundan eru unnu Brasilíu í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Jönköping í Svíþjóð í kvöld. Svíar unnu með sjö marka mun 34-27. Þetta var eini æfingaleikur landsliða í kvöld. Fari svo að bæði Svíþjóð og Ísland fari upp úr sínum riðli á Evrópumótinu munu þjóðirnar mætast í milliriðli í Malmö. Felix Claar var markahæstur svía með sjö mörk og þeir Hampus Wanne og Sebasitan Karlsson skoruðu fimm mörk hvor. Jonathan Carlsbogård, Eric Johansson og Max Darj skoruðu þrjú mörk fyrir Svíþjóð. Guilherme Borges var markahæstur Brasilíu með sex mörk og Bryan Monte skoraði fimm mörk. Jafnt var með á liðunum fyrsta korterið en staðan var jöfn 6-6 eftir 15 mínútur. Svíar náðu síðan fjögurra marka forskoti en einu marki munaði á liðunum í hálfleik 14-13. Svíar náðu síðan aftur upp góðu forskoti í seinni hálfleik og unnu að lokum sjö marka sigur. Þjóðirnar mætast aftur á miðvikudagskvöldið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.