Dagur Sig missir leikmann í meiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur Sigurðsson (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Leon Ljevar hefur þurft að yfirgefa æfingabúðir króatíska landsliðsins vegna meiðsla sem hann hlaut. Þetta staðfesti króatíska sambandið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Þar með er ljóst að Dagur Sigurðsson getur ekki notað Ljevar á Evrópumótinu sem framundan er en Leon Ljevar var í 22ja manna æfingahópi Dags fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku.

Vinstri skyttan, Leon Ljevar sem er leikmaður Slovan í Slóveníu varð fyrir meiðslum á liðþófa og þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Gert er ráð fyrir að hann verði frá keppni næstu vikurnar og missi þar af leiðandi af Evrópumótinu.

Króatar eru í E-riðli með Georgíu, Hollandi og Svíþjóð og gætu mætt Íslandi komist báðar þjóðirnar áfram uppúr sínum riðli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top