Dagur Sigurðsson (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)
Leon Ljevar hefur þurft að yfirgefa æfingabúðir króatíska landsliðsins vegna meiðsla sem hann hlaut. Þetta staðfesti króatíska sambandið á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar með er ljóst að Dagur Sigurðsson getur ekki notað Ljevar á Evrópumótinu sem framundan er en Leon Ljevar var í 22ja manna æfingahópi Dags fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Vinstri skyttan, Leon Ljevar sem er leikmaður Slovan í Slóveníu varð fyrir meiðslum á liðþófa og þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Gert er ráð fyrir að hann verði frá keppni næstu vikurnar og missi þar af leiðandi af Evrópumótinu. Króatar eru í E-riðli með Georgíu, Hollandi og Svíþjóð og gætu mætt Íslandi komist báðar þjóðirnar áfram uppúr sínum riðli.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.