Alferð Gíslason þjálfari Þýskalands (
Alferð Gíslason þjálfari Þýskaland var gífurlega ánægður að vera búinn að fá hópinn í hendurnar og byrja undirbúning fyrir Evrópumótið þegar þýska liðið koma saman í gær, sunnudag. Alferð sagði að þýska liðið þyrfti ekki að óttast neinn mótherja og ættu ekki að setja óþarfa pressu á sjálfa sig. ,,Við verðum þó að hafa hungrið og viljann til þess að ná í undanúrslit" sagði Alferð við Handball-World News. Hann var afdráttarlaus í svörum þegar hann sagði að hann og liðið stefndu á Topp 4 í mótinu. "Við þurfum að spila vel til að ná í sigrana, Evrópumótið er að mörgu leiti mun sterkara mót en Heimsmeistaramótið og Olympíuleikarnir." Þýska pressan hefur á undanförnum vikum ritað um að starf Alferðs sé ekki öruggt eftir mótið og segir Alferð að hann finni ekki fyrir neinni aukinni pressu vegna þess. "Ég er búinn að vera í þessum bransa svo lengi, hef upplifað lægðir en talsvert fleiri hæðir. Ég er þakklátur fyrir að fá að sinna þessu starfi og vinna með þessum drengjum í liðinu." sagði Alferð við Bild á sunnudaginn. Líkt og áður sagði kom liðið fyrst saman í gær, sunnudag og var það úthugsað ákvörðun hjá Alferð. "Ég vildi gefa strákunum aðeins lengra frí eftir áramótin til að fá þá sem ferskasta inn í mótið því planið hjá mér og hópnum er að komast eins langt í mótinu og hægt er."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.