Lokahópur Úkraínu hefur verið valinn fyrir EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrii Akimenko (Flaviu Buboi / NurPhoto via AFP)

Vadym Brazhnyk þjálfari úkraínska landsliðsins hefur valið lokahóp sinn fyrir Evrópumótið sem hefst 15.janúar og haldið er í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Úkrína er í riðli C sem leikinn er í Noregi með heimamönnum í Noregi, Frakklandi og Tékklandi. Tveir leikmenn lokahópsins leika með félagsliðum í Úkraínu, með Spartak og Motor. Fimm leikmenn leika í Rúmeníu en Úkraína er með landamæri við Rúmeníu.

Stærstu tíðindin eru þau að Dmytro Horiha er ekki í leikmannahópi Úkraínu en Handkastið greindi frá því á dögunum að hann sé kominn með Norður-Makedónískt vegabréf og hyggst ætla leika með Norður-Makedóníu frá og með 1.apríl.

Úkraína tekur þátt í æfingamóti í Sviss fyrir Evrópumótið þar sem liðið mætir Sviss, Norður-Makedóníu og Bahrain áður en liðið heldur til Noregs.

Hér að neðan má sjá leikmannahóp Úkraínu á mótinu en Úkraína komst inn á EM sem eitt af fjórum þjóðum sem voru með bestan árangur í 3.sæti forkeppninnar ásamt Ítalíu, Rúmeníu og Sviss.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top