Harald Reinkind (Jürgen Fromme / AFP)
Hægri skyttan, Harald Reinkind leikmaður norska landsliðsins og Kiel í þýsku úrvalsdeildinni er að glíma við meiðsli og ríkir óvissa um þátttöku hans á Evrópumótinu sem framundan er. Í hans stað hefur Jonas Wille kallað inn hægri skyttuna í liði HØJ Elite í dönsku úrvalsdeildinni, Simen Schønningsen. Hann verður með norska landsliðinu í Golden league sem fram fer í Hollandi í aðdraganda mótsins. Norðmenn hafa ekki útilokað að Harald Reinkind verði með á Evrópumótinu en ljóst er að hann verður ekki með í æfingamótinu. Noregur mætir Danmörku í Golden league á fimmtudaginn og leikur síðan geg Hollandi 10. janúar. Noregur er í C-riðli Evrópumótsins ásamt Frökkum, Úkraínu og Tékklandi. Miklar breytingar eru á liði Noregs fyrir Evrópumótið sem eru án reynslu mikla leikmanna. En leikmenn á borð við, Christian O'Sullivan, Magnus Gullerud, Magnus Röd, Sebastian Barthold og Petter Øverby eru ekki í lokahópi Noregs fyrir Evrópumótið sem hefst 15. janúar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.