Slóvenar verða fyrir enn meiri blóðtöku
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nejc Cehte (CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Uros Zorman þjálfari Slóveníu hefur þurft að sætta sig við það að missa enn einn leikmann sinn úr leikmannahópnum fyrir Evrópumótið en Nejc Cehte dró sig úr leikmannahópi Slóveníu á dögunum.

Hægri skyttan, Nejc Cehte gekk nýverið í raðir Fuchse Berlín frá Eurofarm Pelister. Cehte sem verður 34 ára á þessu ári á að baki tæplega 90 landsleiki að baki fyrir Slóveníu.

Handkastið greindi frá því fyrir jól að þeir Mitja Janc leikmaður Wisla Plock og Jaka Malus leikmaður RK Vardar í Norður-Makedóníu hafi báðir þurft að draga sig úr stórum hópi leikmanna sem Zorman hafði valið fyrir EM vegna meiðsla.

Slóvenía og Ísland mætast í fjögurra liða æfingamóti í París fyrir Evrópumótið næstkomandi föstudag klukkan 17:30.

Slóvenía er í D-riðli með Færeyjum, Svartfjallalandi og Sviss, tvö efstu lið D-riðils gætu því mætt Íslandi í milliriðli komist Ísland upp úr sínum riðli.

Meðal leikmanna frá Slóveníu sem ekki verða með landsliðinu á Evrópumótinu eru: Blaz Blagotinsek, Borut Machovsek, Miha Zarabec, Matic Groselj, Tadej Kljun auk leikmannana sem nefnt var hér að ofan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top