HANDBALL-WORLD-MEN-NOR-POR (Beate Oma Dahle / NTB / AFP)
Eins og alþjóð veit fer Evrópumótið í handbolta af stað 15.janúar. Markametið á einu móti var sett fyrir nokkrum árum en það eru 65 mörk. Flestir myndu eflaust tippa á að Mathias Gidsel væri handhafi þessa mets en svo er ekki. Norðmaðurinn Sander Sagosen leikmaður Álaborgar er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einu móti. Sander Sagosen hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og átt erfitt uppdráttar en segist vera í fínu formi þegar hann leiðir Norðmenn inn á völlinn á heimavelli að þessu sinni. Sagosen er fimmtu markahæsti leikmaður EM frá upphafi en Daninn Mikkel Hansen trónir á toppnum með 296 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson er í 3.sæti með 288 mörk eftir að Nikolia Karabatic henti honum úr 2.sætinu fyrir tveim áður en hann skoraði 295 mörk fyrir Frakkland. Spurningin er því hvort Mathias Gidsel nái að slá met Sagosen í ár og skora fleiri en 65 mörk á einu móti. Listann fyrir markahæstu leikmenn frá upphafi má sjá hér að neðan:Fjöldi marka Leikmaður Þjóðerni Evrópumót 296 Mikkel Hansen DAN 2010-2024 295 Nikola Karabatic FRA 2004-2024 288 Gudjon Valur Sigurdsson ISL 2000-2020 203 Stefan Lövgren SWE 1994-2004 190 Sander Sagosen NOR 2014-2024 188 Ivan Cupic CRO 2006-2018, 2022 188 Lars Christiansen DAN 1996, 2000-2012 185 Luc Abalo FRA 2006-2020 183 Ólafur Stefánsson ISL 2000-2010 182 Jan Filip Czech Republic 1998, 2002-04, 08-12 182 Kiril Lazarov MKD 2012-2020 176 Eduard Koksharov RUS 1998-2008, 2012 172 Jerôme Fernandez FRA 1998, 2002-2014 171 Karol Bielecki POLE 2004-2016 170 Michael V. Knudsen DAN 2000-2010, 2014 163 Daniel Narcisse FRA 2000-02, 2006-16 155 Zlatko Horvat CRO 2006-08, 2012-20 156 Domagoj Duvnjak CRO 2008-2020, 2024 152 Alberto Entrerrios ESP 2000-2012 151 Ivano Balic CRO 2002-2012

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.