Apelgren gerir breytingu – Tollbring missir af enn einu stórmótinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jerry Tollbring - Fuchse Berlin ((Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Vinstri hornamaðurinn, Jerry Tollbring hefur þurft að draga sig úr sænska landsliðshópnum vegna kálfa meiðsla. Tollbring sem er liðsfélagi Elvars Ásgeirssonar hjá Ribe-Esbjerg skipti yfir til Ribe-Esbjerg í sumar eftir að hafa orðið þýskur meistari með Fuchse Berlín á síðustu leiktíð.

Í stað Tollbring hefur Michael Apelgren þjálfari sænska landsliðsins kallað inn hinn, 20 ára gamla Felix Montebovi leikmann Malmö sem fær tækifæri á sínu fyrsta stórmóti á heimavelli í janúar. 

Tollbring hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár en hann lék síðast með Svíum á stórmóti árið 2020 en hann missti til að mynda af síðasta heimsmeistaramóti þar sem hann var að jafna sig af krossbandaslitum.

„Þetta er auðvitað ótrúlega sorglegt fyrir Jerry Tollbring sem hefur barist í nokkur ár fyrir því að komast aftur í landsliðið og hlakkaði til að spila aftur á stórmóti. Við höfum, ásamt læknateyminu, metið það sem svo að það sé leikmanninum fyrir bestu og liðinu að hann dragi sig úr landsliðshópnum að þessu sinni. Við þurfum ferska leikmenn fyrir þann erfiða mánuð sem framundan er,“ sagði Michael Apelgren.

Jerry Tollbring leynir ekki vonbrigðum sínum. „Það var virkileg tilhlökkun hjá mér til að spila á Evrópumótinu og ég er vonsvikinn að það verði ekki að veruleika. Ég hef verið í góðu formi að undanförnu, jafnvel þótt ég hafi verið með smá eymsli í kálfanum, en ég skil og virði ákvörðunina,“ segir Tollbring.

Í staðinn fær Felix Montebovi nú sæti í hópnum fyrir Evrópumótið. Ungi vinstri vængmaðurinn var kallaður til æfinga og æfingaleiks gegn Brasilíu fyrr í vikunni og verður nú hluti af sænska hópnum fyrir Evrópumótið.

„Ég var í sjokki þegar ég fékk símtalið. Það hefur alltaf verið draumur að spila á stórmóti fyrir Svíþjóð, svo það er ótrúlega stór tilfinning. Á sama tíma þykir mér leitt fyrir Jerry að hann geti ekki verið með,“ sagði Felix Montebovi, sem hefur þegar spilað sína fyrstu landsleiki.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top