Kiril Lazarov (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)
Kiril Lazarov hefur framlengt samningi sínum sem landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu. Lazarov gerir samning við norður-makedóníska sambandið til ársins 2029. Norður-Makedónía verður í eldlínunni á Evrópumótinu sem hefst 15. janúar. Þar leikur liðið gegn Danmörku, Portúgal og Rúmeníu í B-riðlinum. Kiril Lazarov sem lék ekki nema tæpa 240 landsleiki fyrir Norður-Makedóníu hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2021 en en hann tók við liði RK Alkaloid árið 2022 og hefur komið liðinu í fremstu röð í heimalandinu. Hann lék með landsliðinu frá árunum 1999-2022. Hann kom víða við á ferlinum og lék meðan allars í Króatíu, Spáni, Frakklandi og í Ungverjalandi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.