Þjóðverjinn fer til Danmerkur frá Ísafirði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jonas Maier ((Eyjólfur Garðarsson)

Það vakti töluverða athygli þegar þýski markvörðurinn, Jonas Maier gekk í raðir Harðar frá Ísafirði í Grill66-deildinni um mitt tímabil 2023 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann yfirgaf Hörð síðan í sumar og hefur verið félagslaus síðan.

Það sem vakti hvað mesta athygli með komu Jonas Maier til Harðar var að þarna var markvörður að koma í næstu efstu deild á Íslandi eftir að hafa leikið í þýsku úrvalsdeildinni á sínum ferli en hann hafði leikið með Lemgo, Stuttgart, Bietigheim og Hamburg í Þýskalandi auk þess að hafa spilað með Kadetten Schaffhausen í Sviss.

Nú hefur Þjóðverjinn hinsvegar samið við danskt lið og mun leika með liðinu eftir áramót en hann hefur samið við danska félagið HB Köge sem leikur í þriðju efstu deild í Danmörku. Jonas Maier segist vera spenntur fyrir verkefninu.

,,Það er ótrúlega stór og spennandi áskorun framundan hjá nýju liði. Jákvætt samtal mitt við stjórnendur félagsins gáfu mér strax tilfinninguna að eitthvað mjög sérstakt væri að gerast hér og að þetta verkefni henti mér fullkomlega núna. Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til hjálpa liðinu að ná sameiginlegu markmiðinu, að komast upp um deild," sagði Jonas Maier.

Í tilkynningu félagsins segir ástæðan fyrir því að félag eins og Køge Håndbold Elite geti styrkt liðið fyrir vorið með því að eignast markmann eins og Jonas Maier sé fyrirtækjum sé styrkja félagið að þakka. Eru þar fyrirtæki á borð við Buhl Group, Homeswap, ML Invest, Arboretum Holding, El Jensen, Teigen ApS, Michael Laukeland, Vin & Druen og Henrik N. Andersen nefnd til sögunnar.

,,Við erum stolt af því að okkur hafi tekist að ná endum saman og að Jonas Maier klæðist Køge-treyjunni út tímabilið. Við höfum nú þegar tvo hæfileikaríka markverði, Morten Marvig og Bastian Schou, sem báðir hafa staðið sig vel á tímabilinu og nú höfum við þrjá hæfileikaríka markverði í hópnum. Með Jonas Maier fáum við auka breidd, ekki bara í markmannsstöðunni heldur í öllu okkar liði," sagði Jacob Hvid framkvæmdastjóri HB Köge.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 40
Scroll to Top