Alfreð Gíslason (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)
Alfreð Gíslason og þýski hópurinn komu saman á sunnudaginn í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. Alferð svaraði spurningum blaðamanna áður en æfing hófst og barst talið eðlilega að ummælum framkvæmdastjóra Fusche Berlin og landsliðsþjálfara Ítala, Bob Hanning, um að Alferð hafi ekki valið leikmann Fusche Berlin, Tim Freihöfer í þýska hópinn fyrir komandi mót. ,,Það er eðlilegt að klúbbarnir sjá sína leikmenn í öðru ljós en ég verð að segja að það er einkennilegt að þjálfari annars landsliðs sé að gagnrýna val á öðru landsliðshópum opinberlega." Það fór ekki vel í Bob þegar Alferð ákvað að treysta Rune Dahmke og Lukas Mertens fyrir vinstra horninu að þessu sinni og skilja Tim Freihöfer eftir í höfuðborginni. ,,Freihöfer spilaði vel fyrir okkur þegar hann var í hópnum síðast en mér finnst hann ekki hafa átt eins gott tímabil í ár og áður. Bob Hanning hugsar vel um leikmennina sína í Berlín líkt og aðrir framkvæmdastjórar og ég er viss um að fleiri framkvæmdastjórar hugsuðu mér þegjandi þörfina þegar hópurinn var tilkynntur en fóru ekki í blöðin með það líkt og Bob."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.