Meiðslalisti Slóvena lengist – Vlah tognaður á læri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aleks Vlah ((Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Áföllin halda áfram að dynja á landsliði Slóvena og Uros Zorman þjálfari slóvenska landsliðsins er kominn í vandasama sömu hvað varðar leikstjórnendur í hópnum eftir að Aleks Vlah leikmaður Industria Kielce, einn af betri leikmönnum Slóveníu tognaði á læri í æfingaleik liðsins gegn Kúveit í gærkvöldi.

Aleks Vlah sem gekk í raðir Kielce frá Álaborg í sumar er níundi leikmaðurinn í slóvenska landsliðsins sem er á meiðslalistanum af þeim 35 leikmönnum sem Uros Zorman valdi fyrir Evrópumótið. Þetta er farið að minna á Covid-19 tímann þegar leikmenn heltust úr lestinni vegna veikinda.

Slóvenía mætir Íslandi í æfingaleik í París í Frakklandi á föstudag klukkan 17:30 og verður leikurinn sýndur í beinni á RÚV. Handkastið gerir upp leikinn í hlaðvarpsþætti sínum beint eftir leik. Slóvenar eru í D-riðli Evrópumótsins með Færeyingum, Svartfellingum og Sviss en tvö lið fara uppúr riðlinum. Ísland gæti mætt þeim þjóðum komist Ísland upp úr sínum riðli.

Áður hafði verið tilkynnt að Nejc Cehte, Blaž Blagotinšek, Borut Mačkovšek, Miha Zarabec, Matic Grošelj, Tadej Kljun, Mitja Janc og Jaka Malus væru frá vegna meiðsla en þeir þrír síðastnefndu heltust úr lestinni á dögunum.

Greint er frá því í erlendum miðlum að enn fleiri leikmenn innan hópsins séu tæpir af meiðslum og voru ekki með í leiknum í gærkvöldi sem vannst sannfærandi gegn Aroni Kristjánssyni og félögum í Kúwait.

Nik Henigman og Matic Suholežnik voru ekki með í leiknum í gærkvöldi og þá er Domen Novak er tognaður og Slatinek Jovičič tæpur í hásini.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top