Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Fjölmargir æfingarleikir fóru fram í kvöld í undirbúning liðanna fyrir Evrópumótið í Handbolta sem hefst 15.janúar. Danir mættu Norðmönnum í Gulldeildinni svokölluðu sem er æfingarmót sem fram fer í Hollandi. Lokatölur í leikum urðu 34-26 sigur Dana sem rúlluðu yfir Norðmenn í síðari hálfleik eftir að staðan hafði verið jöfn 13-13 í hálfleik. Hollendingar tóku á móti Grikkjum í sama móti síðar í kvöld og unnu 32-26 sigur á Grikkjum eftir að hafa verið 17-15 yfir í hálfleik. Hollendingar munu því mæta Norðmönnum á laugardaginn en Danir leikja gegn Grikkjum einnig á laugardag. Portúgal fengu Egypta í heimsókn í kvöld og lauk leiknum með 31-31 jafntefli eftir að Egyptar unnu upp fjögurra marka forskot á lokamínútum leiksins þegar allt virtist stefna í öruggan sigur Portúgala. Portúgal leiddi með fimm mörkum í hálfleik 16-11. Spánverjar rúlluðu yfir Slóvaka en lokatölur urðu 17 marka sigur heimamanna, 43-26. Spánn leiddi í hálfleik 20-13. Loks var hálfgerður íslendingaslagur í Zagreb í Króatíu þegar Þýskaland mætti í heimsókn en þjálfarar liðanna eru Dagur Sigurðsson og Alferð Gíslason. Alferð og strákarnir hans í Þýskalandi höfðu betur í kvöld og unnu þriggja marka sigur 29-32 eftir að hafa verið undir þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Bæði lið rúlluðu vel á hópunum sínum í kvöld og vakti það athygli að markvörður Króata Dominik Kuzmanović var ekki í hóp hjá Króötum sem voru vel studdir af fullri höll í kvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.