Dika Mem - Barcelona (ANDREZEJ IWANCZUK / AFP)
Það var nánast fullyrt í gærkvöldi af L'Équipe að Dika Mem hefði kosið að ganga til liðs við Fusche Berlín árið 2027. Valið stóð á milli PSG og Fusche Berlin en núna er sagt að Dika Mem hafi gert upp hug sinn og muni ganga til liðs við Berlín sumarið 2027 þegar samningur hans rennur út við Barcelona. Heimildir herma að samningaviðræður séu nánast klárar en ekkert hefur ennþá verið gefið út opinberlega af leikmanninum eða Fusche Berlin. Handkastið mun að sjálfsögðu fylgja þessu máli til enda.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.