Nikola Roganovic (Mohamed Tageldin / Middle East Images via AFP)
Sænski landsliðsmaðurinn, Nikola Roganovic sem hefur farið með himinskautum í sænsku úrvalsdeildinni síðustu tvær leiktíðir gengur í raðir Gummersbach frá og með næsta sumri. Það gæti hinsvegar breyst en samkvæmt heimildum Handkastsins er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar að vinna í því að reyna fá Svíann, efnilega strax eftir að Evrópumótinu lýkur í byrjun febrúar og kaupa upp samning hans við Malmö. Þessi 19 ára vinstri skytta hefur verið lýst sem einhverju mesta efni Svía í langan tíma en hann leikur með Malmö í heimalandinu í dag. Nikola fór að grípa fyrirsagnir þegar hann var valinn besti leikmaður Evrópumóts 18 ára og yngri sumarið 2024.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.