Fer Svíinn efnilegi til Gummersbach strax eftir EM?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nikola Roganovic (Mohamed Tageldin / Middle East Images via AFP)

Sænski landsliðsmaðurinn, Nikola Roganovic sem hefur farið með himinskautum í sænsku úrvalsdeildinni síðustu tvær leiktíðir gengur í raðir Gummersbach frá og með næsta sumri.

Það gæti hinsvegar breyst en samkvæmt heimildum Handkastsins er Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar að vinna í því að reyna fá Svíann, efnilega strax eftir að Evrópumótinu lýkur í byrjun febrúar og kaupa upp samning hans við Malmö.

Þessi 19 ára vinstri skytta hefur verið lýst sem einhverju mesta efni Svía í langan tíma en hann leikur með Malmö í heimalandinu í dag.

Nikola fór að grípa fyrirsagnir þegar hann var valinn besti leikmaður Evrópumóts 18 ára og yngri sumarið 2024.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top