Fuchse Berlín tilkynnir komu Dika Mem
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dika Mem - Barcelona (ANDREZEJ IWANCZUK / AFP)

Þýsku meistarnir í Fuchse Berlín birtu myndskeið á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu þar sem félagið staðfestir að franski landsliðsmaðurinn og fyrirliði Barcelona, Dika Mem verði leikmaður félagsins frá og með sumrinu 2027.

Þar með er ljóst að þrír af bestu leikmönnum heims í dag verða liðsfélagar í höfuðborginu í Þýskalandi frá og með tímabilinu 2027/2028 þegar Mathias Gidsel fær til sín þá Simon Pytlick frá Flensburg og Dika Mem frá Barcelona.

Í morgun greindi Handkastið frá því að Simon Pytlick hafi sagt það opinberlega að hann vilji helst koma til Fuchse Berlín næsta sumar en nýverið var greint frá því að hann myndi ganga í raðir Fuchse Berlín sumarið 2027.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top