Pólverjar unnu með einu og Danir fóru létt með Grikki
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Fjölmargir æfingaleikir þjóða sem leika á Evrópumótinu sem framundan er fóru fram í dag. 

Ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur sem margir spá öruggum sigri á Evrópumótinu vann sannfærandi 14 marka sigur á Grikklandi 38-24 eftir að hafa verið 18-11 yfir í hálfleik.

Pólska landsliðið sem mætir Íslandi í 2.umferð riðlakeppninnar vann eins marks sigur á Serbíu 33-32. Pólverjar skoruðu sigurmarkið í leiknum úr vítakasti í blálok leiksins. Jafnt var í hálfleik 18-18. Þjóðirnar mætast í annað sinn á morgun klukkan 16:00 í lokaleik þjóðanna fyrir Evrópumótið.

Noregur vann Holland með þremur mörkum 33-30 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik 14-15.

Sviss og Norður-Makedónía gerðu 29-29 jafntefli í fjögurra liða æfingamóti sem fram fór í Winterthur um helgina. Sviss var 18-13 yfir í hálfleik. Sviss vann mótið en liðið hafði unnið Bahrain og Úkraínu fyrir leikinn í kvöld.

Úkraína vann tveggja marka sigur á Bahrain 33-31 í sama móti eftir að hafa verið 18-17 yfir í hálfleik og þá vann Spánn sannfærandi sigur á Túnis 37-28 en Spánverjar voru 19-13 yfir í hálfleik en þjóðirnar mætast aftur annað kvöld klukkan 18:30 í lokaleik Spánverja fyrir Evrópumótið.

Íslenska landsliðið verður í eldlínunni á morgun klukkan 16:00 þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í úrslitaleik í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer í París. 

Úrslit dagsins:
Danmörk - Grikkland 38-24
Bahrain - Úkraína 31-33
Holland - Noregur 30-33
Pólland - Serbía 33-32
Egyptaland - Íran 43-24
Sviss - Norður-Makedónía 29-29
Spánn - Túnis 37-28

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 16
Scroll to Top