Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 12.umferð fari í Olís deild kvenna. Fram – Valur (Laugardagur 15:00) / Sigurvegari: Valur Fyrsti leikur eftir jólafrí. Fram tapaði óvænt fyrir Stjörnunni í síðasta leik fyrir jól og hefur eflaust verið erfitt að fara með þetta tap á bakinu inn í jólafríið. Valskonur, lið síðasta árs, koma inn í leikinn í toppsætinu ásamt ÍBV og munu vinna þennan leik nokkuð þægilega með 4-5 mörkum. Stjarnan – Selfoss (Laugardagur 15:30) / Sigurvegari: Stjarnan Botnslagur í deildinni. Stjarnan vann óvæntan sigur á Fram fyrir jólafríið og koma high flying inn í þennan leik meðan Selfoss vann síðast leik í nóvember fyrir norðan. Selfoss vann Stjörnuna í fyrri leik þessara liða með 1 marki og mun Stjarnan eflaust leggja allt kapp á að vinna leikin stærra ef það er í boði til að eiga innbirgðis. Ég held Stjarnan vinni þennan leik með 3 mörkum. KA/Þór – ÍR (Laugardagur 16:00) / Sigurvegari: ÍR ÍR spilaði illa í þessum tveim umferðum sem voru settar á milli heimsmeistaramótsins og jólafrísins. Grétar Áki og hans stelpur hafa eflaust beðið eftir að deildin byrjaði til að geta komist á sigurbraut aftur. KA/Þór hefur tapað 4 leikjum í röð eftir að hafa byrjað tímabilið vel. Ég held þær þurfi því miður að bíða lengur eftir sigrinum og ÍR fari með stigin 2 í bæinn. ÍBV– Haukar (Laugardagur 16:15) / Sigurvegari: ÍBV Haukar hafa spilað vel eftir að heimsmeistarmaótið kláraðist og það hafa Eyjastelpur einnig gert en þær eru á toppi deildinnar ásamt Val. Heimavöllurinn mun sigla eins marks sigri ÍBV í höfn á laugardaginn og þær verða áfram með Val á toppi deildarinnar. 11.umferð (3 réttir)
10.umferð (3 réttir)
9.umferð (2 réttir)
8.umferð (4 réttir)
7.umferð (2 réttir)
6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.