Svindluðu á prófi og fá ekki að dæma á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Norður Makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski ((Photo by AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Norður-makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski fá ekki að dæma á komandi Evrópumóti í handbolta vegna svindls á þolprófi.

Evrópska handboltasambandið, EHF, tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag.

Samkvæmt reglum sambandsins þurfa dómarar að standast þolpróf til að mega dæma á EM. Slíkt próf er hægt að taka hvar sem er, svo lengi sem dómararnir skila inn gögnum til sambandsins sem sanna að þeir hafi staðist prófið.

Þeir Nikolov og Nachevski skiluðu einn myndböndum af sér við eitt prófanna, annars vegar átta vikum fyrir mót og hins vegar fjórum vikum fyrir mót. Fyrirtækið Fitgood Pro, samstarfsaðili EHF þegar kemur að heilbrigðismálum, fór yfir myndskeiðin sem þeir félagar skiluðu inn.

Sambandið fékk að vita af því í lok desember að líklega hefði verið átt við myndefnið. Það sýni því ekki raunverulega frammistöðu þeirra á prófinu. Frekari rannsókn var gerð á myndefninu og niðurstaðan sú að dómararnir hefðu skilað inn fölsuðum myndböndum við prófið.

Af þeim sökum hefur EHF tekið þá ákvörðun að draga tilnefningu Nikolov og Nachevski til baka og munu þeir því ekki dæma á komandi Evrópumóti sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Fram kemur í yfirlýsingu EHF að málið verði kannað frekar í framhaldinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 23
Scroll to Top