Dagur töluvert ánægðri þrátt fyrir annað tap
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur Sigurðsson (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Dagur Sigurðsson og hans lærisveinar í Króatíu fara inn í Evrópumótið með tvö töp á bakinu gegn Þjóðverjum en þjóðirnar mættust í tveimur æfingaleikjum í Króatíu um helgina.

Dagur Sigurðsson var virkilega óánægður með margt í leik liðsins eftir fyrri leikinn en hann leit bjartari augum á hlutina eftir seinni leikinn þrátt fyrir sex marka tap 33-27.

,,Ég var töluvert ánægðri með það hvernig við spiluðum þennan leik heldur en síðasta leik. Við erum í erfiðri stöðu svo við spiluðum á tveimur liðum sitthvoran hálfleikinn til að taka lágmarksáhættu á leikmönnunum rétt áður en Evrópumótið hefst,” sagði Dagur í viðtali við samfélagsmiðladeild króatíska sambandsins. 

Króatía er í riðli með Georgíu, Hollandi og Svíþjóð á Evrópumótinu og gæti mætt Íslandi í milliriðli keppninnar.

,,Ég er ánægður að við fórum í gegnum þessa leiki án alvarlegra meiðsla. Ég var töluvert ánægðri með ákafann hjá strákunum í þessum leik og hvernig við spiluðum, sérstaklega í upphafi leiks. Þetta var samt sem áður ekki nægilega stöðugt og við þurfum að finna leið til að vera stöðugri í okkar leik og spilamennsku til að ná upp góðri vörn og markvörslu,” sagði Dagur að lokum.

Fyrsti leikur Króatíu verður gegn Georgíu á laugardaginn næstkomandi. Króatía vann til silfurverðlauna á síðasta stórmóti á heimavelli í Zagreb á síðasta ári.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top