Stevce Alusevski (AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Stevče Alušovski sem þjálfaði lið Þórs á Akureyri í Grill66-deildinni fyrir nokkrum árum með misjöfnum árangri hefur verið kynntur sem nýr þjálfari Eurofarm Pelister sem leikur í Meistaradeild Evrópu. Stevče er nú mættur í uppeldisklúbbinn og á að leiða liðið til sigurs í makedónsku deildinni ásamt því að eiga fyrir höndum fjóra leiki eftir í Meistardeild Evrópu. Stevče tekur við liðinu eftir að Spánverjinn Ruben Garabaya sagði óvænt upp í desember. Eurofarm Pelister eru í 2.sæti í heimalandinu , fjórum stigum á eftir Vardar en Stevce þjálfaði Vardar á sínum tíma áður en hann tók við Þór. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi fyrrum þjálfari Þórs á Akureyri mun standa sig með makedónska liðið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.