Fimm efnilegustu leikmenn Evrópumótsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Francisco Costa (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Heimasíða Evrópska handboltasambandsins EHF hefur tekið saman lista yfir þá fimm leikmenn sem þeir telja efnilegasta fyrir komandi Evrópumót.

Líkt og fram kemur á heimasíðunni þá eru margir af þessum drengjum búnir að spila svo stór hlutverk undanfarin stórmót að maður trúir hreinlega ekki aldrinum á þeim.

Francisco Costa — Portúgal
Hægri skytta Portúgala og yngri Costa bróðirinn hefur spilað stórt hlutverk með landsliði sínu og Sporting undanfarin ár og hefur sannað sig sem ein besta hægri skytta heimsins. Hann er einungis 20 ára gamall og er að fara að spila á sínu öðru evrópumóti. Hann var valinn í úrvalslið Heimsmeistaramótsins í fyrra þar sem Portúgal náði 4.sæti. Hann er sem stendur fjórði markahæsti leikmaður meistaradeildar Evrópu.

Óli Mittún — Færeyjar
Frændi okkar frá Færeyjum Óli Mittún gekk í raðið GOG í sumar og þrátt fyrir ungan aldur sér hann um að stýra ferðinni á miðjunni hjá færeyska landsliðinu ásamt Elías frá Skipagötu leikmanni Kiel. Óli er líkt og Francisco Costa einungis 20 ára gamall og einnig á leiðinni á sitt annað evrópumót. Óli var markahæsti leikmaður í öllum lokamótum sem hann tók þátt í með yngri landsliðum Færeyja svo það er óhætt að segja að hann hafi verið á radar hjá handbolta áhugafólki í talsverðan tíma.

Nikola Roganovic — Svíþjóð
Þessi 19 ára vinstri skytta hefur verið lýst sem einhverju mesta efni Svía í langan tíma en hann leikur með Malmö í heimalandinu í dag. Hann mun ganga til liðs við Guðjón Val í Gummersbach næsta sumar. Nikola fór að grípa fyrirsagnir þegar hann var valinn besti leikmaður evrópumóts 18 ára og yngri sumarið 2024. Hann er ennþá að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og hefur enn ekki náð 10 leikjum fyrir land og þjóð. Það verður áhugavert að sjá hann stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í janúar.

Marko Grgic — Þýskaland
Þessa 22 ára gömlu vinsti skyttu þarf vart að kynna fyrir lesendum. Þetta er þó fyrsta evrópumót Grgic en hann vann silfur með liðinu á ÓL2024 í París og spilaði einnig með þeim í fyrra á heimsmeistaramótinu. Grgic gekk til liðs við Flensburg síðasta sumar frá Eisenach og er sem stendur sjötti markahæsti leikmaður í þýsku úrvalsdeildinni með 115 mörk ásamt því að hafa skorað 37 mörk í evrópudeildinni.

Ian Barrufet — Spánn
21 árs gamall vinstri hornamaður sem hefur verið í spænska landsliðinu í rúmt ár og er á leið á sitt fyrsta evrópumót með liðinu. Hann hefur leikið um 20 leiki fyrir spænska landsliðið á þessum rúma ári síðan hann var tekinn inn í hópinn. Hann hefur eignað sér vinsta hornið með félagsliði sínu Barcelona eftir hann kom til baka eftir að hafa verið hjá Melsungen í fyrra en þar skoraði hann 90 mörk í Evrópudeildinni þar sem Melsungen endaði í 4.sæti. Líkt og Costa, Roganovic og Grgic hér að ofan þá er Barrufet einnig sonur fyrrum handboltamanns.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top