Þjóðverjar bjartsýnir að Uscins verði með í fyrsta leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Renars Uscins (Harry Langer / AFP)

Þjóðverjar geta andað léttar því Renars Uscins hægri skytta þeirra virðist vera tilbúinn í slaginn fyrir fyrsta leik Þjóðverja á EM.

Þjóðverjar mæta Austurríki í fyrsta leik mótsins á fimmtudagskvöldið en Þjóðverjar mæta síðan Serbíu og loks Spánverjum í riðlinum. 

Samkvæmt þýska miðlinum handball-world er búist við að örvhenta skyttan spili opnunarleik EM gegn Austurríki á fimmtudag í Herning, þrátt fyrir að hann meiðst á fæti snemma í gegn Króatíu um helgina. Þar snéri Uscins sig á fæti snemma leiks en hélt áfram eftir stutta meðhöndlun sjúkraþjálfara.

,,Hann leit tiltölulega ferskur út í morgun en hann mun líklega ekki æfa í dag eða aðeins mjög sparlega. Við erum bjartsýn fyrir leikinn gegn Austurríki. Fóturinn versnað ekki í nótt sem er jákvætt,“ sagði Benjamin Chatton liðstjóri Þjóðverja á blaðamannafundi í gær.

,,Ég finn aðeins fyrir sársauka í ökklanum sem er svosem eðlilegt. Við verðum bara að bía og sjá hvernig þetta þróast,” sagði Uscins sjálfur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top