Renars Uscins (Harry Langer / AFP)
Þjóðverjar geta andað léttar því Renars Uscins hægri skytta þeirra virðist vera tilbúinn í slaginn fyrir fyrsta leik Þjóðverja á EM. Þjóðverjar mæta Austurríki í fyrsta leik mótsins á fimmtudagskvöldið en Þjóðverjar mæta síðan Serbíu og loks Spánverjum í riðlinum. Samkvæmt þýska miðlinum handball-world er búist við að örvhenta skyttan spili opnunarleik EM gegn Austurríki á fimmtudag í Herning, þrátt fyrir að hann meiðst á fæti snemma í gegn Króatíu um helgina. Þar snéri Uscins sig á fæti snemma leiks en hélt áfram eftir stutta meðhöndlun sjúkraþjálfara. ,,Hann leit tiltölulega ferskur út í morgun en hann mun líklega ekki æfa í dag eða aðeins mjög sparlega. Við erum bjartsýn fyrir leikinn gegn Austurríki. Fóturinn versnað ekki í nótt sem er jákvætt,“ sagði Benjamin Chatton liðstjóri Þjóðverja á blaðamannafundi í gær. ,,Ég finn aðeins fyrir sársauka í ökklanum sem er svosem eðlilegt. Við verðum bara að bía og sjá hvernig þetta þróast,” sagði Uscins sjálfur.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.