
Færeyjar - Elias Ellefsen a Skipagotu (Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)
Með ótrúlegum sigri Færeyja gegn Svartfjallalandi í 2.umferð riðlakeppni Evrópumótsins í fyrradag, 37-24 varð Færeyjar fámennsta þjóð til að vinna leik á stórmóti karla í handbolta. Færeyja slógu met Grænlendinga frá HM 2001 er Grænland vann Bandaríkin. 56.000 íbúar eru í Færeyjum en Grænlendingar voru 57.000 í heildina er Grænland vann Bandaríkin á HM 2001. Ísland er þriðja fámennsta þjóðin til að vinna leik á stórmóti í karla handbolta. Færeyjar sigruðu Svartfjallaland, sannfærandi í 2.umferð D-riðils Evrópumótsins eftir að hafa gert jafntefli gegn Sviss í 1.umferðinni. Um er að ræða annað Evrópumót Færeyja og þar með fimmta leik þeirra á stórmóti en liðið fór á EM 2024 í Þýskalandi í fyrsta skipti. Þar tapaði Færeyjar tveimur leikjum gegn Póllandi og Slóveníu en gerði óvænt jafntefli gegn Noregi, 26-26. Færeyingar eru í góðum séns á að komast áfram í milliriðil en til þess þarf liðið að ná jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik riðilsins í kvöld. Tapi Færeyjar gegn Slóveníu í milliriðlinum þurfa þeir að treysta á að Sviss vinni ekki Svartfjallaland. Endi Færeyjar og Sviss jöfn með þrjú stig í riðlinum mun markatalan skera um það hvort liðið fari áfram í milliriðil.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.